Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samningar við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri undirritaði samninga við báðar sveitirnar.
Föstudagur 1. janúar 2021 kl. 13:18

Samningar við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ

Það var vel við hæfi að undirrita samstarfs- og styrktarsamninga við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ í miðri flugeldasölu á síðustu dögum ársins 2020. Báðar sveitir stóðu fyrir flugeldasýningum í sínum hvorum byggðakjarnanum, Garði og Sandgerði.

Flugeldasýningarnar voru settar upp með þeim hætti að auðvelt var að leggja bílum á fleiri en einum stað og njóta sýninganna til að forðast hópamyndanir. Sýningarnar voru við Sjávargötu í Sandgerði og við gamla fótboltavöllinn í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024