Samningar um jarðvinnu undirritaðir
Í síðustu viku voru undirritaðir samningar í kjölfar útboðs á milli Kadeco og Ellerts Skúlasonar ehf. Verkið felst í lokun á aflögðum urðunarstað varnarliðsins suðvestan við Smiðjutröð í Reykjanesbæ.
Áætlað er að verkið hefjist nú á næstu dögum og mun vera lokið í júní. Umfang verks er um 80 milljónir króna.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson