Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sammála sameiginlegu mati
Föstudagur 23. október 2009 kl. 08:55

Sammála sameiginlegu mati


Meirihlutinn í bæjarráði Grindavíkur álítur að meta eigi sameiginlega umhverfisáhrif orkuöflunar og orkuflutninga á Reykjanesskaga en telur jafnframt að hraða verði þeirri vinnu eins og kostur er.
Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram í bæjarráði í fyrradag. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í bæjarráði hafnar þessu.

Á dögunum felldi umhverfisráðherra úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt umhverfmat tengdra framkvæmda vegna Suðvesturlínu.
Í úrskurði umhverfiráðherra segir að ýmis atriði í málinu hafi ekki verið nægilega skýr eða upplýst áður en Skipulagsstofnun tók ákvörðun í málinu.

Mjög skiptar skoðanar eru um ákvörðun umhverfisráðherra og hafa ýmsir hagsmunaðilar krafist þess að hún verði afturkölluð.

Þetta álit meirihlutans í Grindavík virðist í takt við auðlindastefnu bæjarfélagsins en henni er ætlað að taka markvisst á náttúruvernd samfara nýtingu auðlinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024