Samkomulag um viðskilnað VL liggur fyrir
Meginlínur um viðskilnað Varnarliðisins á Keflavíkurflugvelli liggja fyrir í samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda en þar er gert ráð fyrir að íslenska ríkið yfirtaki eigur hersins, samkvæmt heimildum VF.Á næsta fundi viðræðunefnda ríkjanna er stefnt að því að ljúka málinu en í samkomulaginu er gert ráð fyrir að íslenska ríkið yfirtaki allar eigur bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríkjamenn munu ekki þurfa að hreinsa varnarsvæðið en reiða fram ákveðna fjárhæð í staðinn. Hversu há sú fjárhæð verður liggur ekki ljóst fyrir en stefnt er að því að ljúka samkomulagi þar að lútandi á næsta fundi viðræðunefndanna.
Íslensk stjórnvöld koma einnig til með að hafa umsjón með eigum NATO á varnarsvæðinu og hefur verið auglýst eftir vertökum til að annast það verkefni.





