Samkomulag um uppbyggingu þjónustu fyrir eldri borgara
Reykjanesbær skrifaði í gær undir lóðarsamningi við Nesvelli ehf. um uppbyggingu á nýju þjónustusvæði eldri borgara í Reykjanesbæ.
Nesvellir, sem er sameiginlegt félag Klasa hf. og Húsaness hf., mun annast skipulag svæðisins og standa að uppbyggingu í samstarfi við Reykjanesbæ og Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum.
Á svæðinu sem er í heild um 60 þúsund fermetrar að stærð er fyrirhugað að rísi hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir fyrir aldraða, félags- og þjónustumiðstöð þar sem m.a. miðstöð heimaþjónustu verður staðsett, auk almennra íbúða fyrir aldraða á svæðinu.
Fyrstu 30 hjúkrunaríbúðirnar verða teknar í notkun á miðju ári 2007 og þá er einnig gert ráð fyrir að félags- og þjónustumiðstöðin verði risin, auk a.m.k. 20 öryggisíbúða.
Gert er ráð fyrir að deiliskipulagsvinnu verði lokið snemma næsta vor og að framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi.
Samhliða verkefninu taka Nesvellir að sér að hefja nú þegar gerð nýs knattspyrnuæfingasvæðis fyrir UMFN í stað þeirra valla sem félagið hafði á umræddu svæði. Auk nýju vallanna reisir Reykjanesbær vallarhús og félagsaðstöðu á nýja íþróttasvæðinu fyrir UMFN. Gert er ráð fyrir að nýja íþróttasvæðið verði tekið í notkun næsta sumar.
VFmynd/Pket: Hressir af lokinni undirskrift, forráðamenn UMFN, Reykjanesbæjar og nýstofnað félags, Nesvalla.