Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samkomulag um slökkviliðsmál á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 6. febrúar 2012 kl. 14:40

Samkomulag um slökkviliðsmál á Keflavíkurflugvelli

Sandgerðisbær og Isavia ohf. undirrituðu samkomulag sl. föstudag um skipan björgunar, slökkviliðs- og eldvarnamála á starfsvæði Isavia á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt samkomulaginu einskorðast starfsemi Isavia á sviði björgunar- og slökkviþjónustu frá 1. mars nk. við verkefni sem falla undir loftferðalög og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra. Sandgerðisbær mun frá sama tíma sinna slökkviliðsmálum og brunavörnum samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 í öllu sveitarfélaginu sem nær yfir stóran hluta af starfsvæði Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er vilji beggja aðila að standa vel að þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru og verða í framhaldi af þessu samkomulagi gerðar áætlanir um gagnkvæma aðstoð í slökkviliðsmálum.

Eftir undirskrift í flugstöðinni hlustuðu bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Sandgerðina á kynningu starfsemi Isavia. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sýndi í máli og myndum hversu starfsemin er orðin viðamikil. Flugstöðvarsvæðið er að mestu leyti í landi Sandgerðis og njóta heimamenn þess í árlegum tekjum af landinu.

Sandgerðingar hlustuðu á kynningu forstjóra Isavia á viðamikilli starfsemi fyrirtækisins eftir undirskrift samningsins. Á efri myndinni má sjá f.v. Ómar Sveinsson frá Isavia, Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra og Ólaf Þór Ólafsson, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis. VF-myndir/pket.