Samkomulag um eignarhald Hitaveitu Suðurnesja hf.
Samkomulag um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja hf. liggur fyrir. Geysir Green Energy eignast að líkindum um þriðjungshlut í Hitaveitunni. Reykjanesbær mun einnig eiga um þriðjung. Þá munu Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær fara saman með um það bil þriðjungshlut.
Geysir Green Energy, félag sem að mestu er í eigu Glitnis banka og FL-group, Reykjanesbær, Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær, hafa rætt sín á milli um skiptingu hluta í Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Útvarps liggur nú fyrir hvernig fyrirtækin og sveitarfélögin hyggjast skipta fyrirtækinu á milli sín og verður það tilkynnt á morgun, að því gefnu að ekkert komi upp á.
Eftir því sem næst verður komist verður skiptingin í grófum dráttum þannig að Geysir Green eignist um þriðjungs hlut í hitaveitunni, Reykjanesbær eigi þriðjung og Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær fari saman með um þriðjungs hlut. Drög að samkomulagi um þetta verða rædd í bæjarráðum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar í fyrramálið.
Eftir því sem næst verður komist verður stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kölluð saman á mánudag, samþykki bæjarráðin samkomulagið. Ellý Erlingsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, sagði við fréttastofu Útvarps í kvöld að niðurstaðan úr viðræðum dagsins yrði rædd á fundi bæjarráðsins. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði að málefni Hitaveitu Suðurnesja væru ekki á dagskrá fundar bæjarráðsins í fyrramálið. Dagskráin hefði hins vegar verið send út á þriðjudag. Kæmu upp brýn mál, væri víst að þau yrðu rædd í bæjarráðinu.
Frá þessu var greint á www.ruv.is
Geysir Green Energy, félag sem að mestu er í eigu Glitnis banka og FL-group, Reykjanesbær, Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær, hafa rætt sín á milli um skiptingu hluta í Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Útvarps liggur nú fyrir hvernig fyrirtækin og sveitarfélögin hyggjast skipta fyrirtækinu á milli sín og verður það tilkynnt á morgun, að því gefnu að ekkert komi upp á.
Eftir því sem næst verður komist verður skiptingin í grófum dráttum þannig að Geysir Green eignist um þriðjungs hlut í hitaveitunni, Reykjanesbær eigi þriðjung og Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær fari saman með um þriðjungs hlut. Drög að samkomulagi um þetta verða rædd í bæjarráðum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar í fyrramálið.
Eftir því sem næst verður komist verður stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kölluð saman á mánudag, samþykki bæjarráðin samkomulagið. Ellý Erlingsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, sagði við fréttastofu Útvarps í kvöld að niðurstaðan úr viðræðum dagsins yrði rædd á fundi bæjarráðsins. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði að málefni Hitaveitu Suðurnesja væru ekki á dagskrá fundar bæjarráðsins í fyrramálið. Dagskráin hefði hins vegar verið send út á þriðjudag. Kæmu upp brýn mál, væri víst að þau yrðu rædd í bæjarráðinu.
Frá þessu var greint á www.ruv.is