Samkomuhúsið í Garði auglýst til leigu eða sölu
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að auglýsa samkomuhúsið í Garði til leigu eða sölu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps í gær.Jóhann Þorsteinsson, rekstraraðili hússins, hefur sagt upp leigusamningi. Jóhann hefur síðustu misseri rekið hverfispöbb í húsinu.





