Samkomubann nær einnig til strætó - ekki fleiri en 20 manns
Samkvæmt samkomubanni sem tók gildi 24. mars þá mega ekki fleiri en 20 manns koma saman. Þessi regla nær einnig til Strætó í Reykjanesbæ. Viðskiptavinir eru beðnir um að passa handþvott, halda tveggja metra fjarlægð og ferðast ekki með almenningssamgöngum ef flensu einkenni gera vart við sig.
Breyting á tímatöflu:
Frá og með 1. apríl næstkomandi verður ekið samkvæmt almennri tímatöflu (30 mín.) frá 07.30 til 14:30 en ekið samkvæmt tímatöflu laugardags eftir það frá 14:30 til 18:00. (60 mín. tíðni).
- Ekki verður ekið á laugardögum eða sunnudögum.
- Breyting þessi er tímabundin um mun vara þar til samkomubanni verður aflétt.
- Allar ábendingar berist á [email protected]