Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkeppniseftirlitið skoðar kaup OR á hlut í HS
Miðvikudagur 19. desember 2007 kl. 15:09

Samkeppniseftirlitið skoðar kaup OR á hlut í HS

Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða fyrirhuguð kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja. Önnur kaup orkuveitunnar á hlutum í Hitaveitunni verða einnig könnuð. Þetta kemur fram í fréttum RÚV í dag. Þar er haft eftir  Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins,  að eignatengsl af þessu tagi gætum einkum komið til skoðunar á tvennum grundvelli.

Annars vegar gæti komið til álita að um sameiginleg yfirráð væri að ræða, þannig að samruni fyrirtækja hefði í raun átt sér stað í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar gætu eignatengsl komið til skoðunar á grundvelli 10. greinar samkeppnislaga sem leggur bann við ólögmætu samráði.
Haft er eftir Pál Gunnari að viðskiptin hafi verið til skoðunar hjá eftirlitinu og verði það áfram.


www.ruv.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024