Samkeppniseftirlitið hefur skoðað Hitaveitumál í nokkurn tíma
Samkeppniseftirlitið hefur haft viðskipti með hluti í Hitaveitu Suðurnesja til athugunar frá því að sveitarfélögin á Suðurnesjum seldu GGE og OR hluti sína í sumar. Væntanleg kaup OR á hlut Hafnarfjarðarbæjar verða einnig teknar til skoðunar, en óljóst er hvenær niðurstaðna verður að vænta. Þetta kemur fram í svörum Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, við fyrirspurn Víkurfrétta.
Spurningar og svör fylgja hér á eftir:
-Hyggst SE gera úttekt á kaupum OR á hlut Hafnarfjarðar í HS?
Kaup OR á hlut Hafnarfjarðar HS munu koma til athugunar Samkeppniseftirlitsins. Eignatengsl milli keppinautanna, þ.e. HS og OR, verða sérstaklega skoðuð og gengið úr skugga um hvort stofnast hafi til sameiginlegra yfirráða yfir þessum fyrirtækjum eða hvort í eignatengslunum geti falist samstarf í skilningi 10. gr. samkeppnislaga sem leggur bann við ólögmætu samráði.
-Hefur SE áður skoðað mál er varða orkufyrirtæki?
Eignatengsl á raforkumarkaði komu með ákveðnum hætti til skoðunar á síðasta ári þegar Samkeppniseftirlitið fjallaði um stofnun Orkusölunnar, sem Orkubú Vestfjarða, Rarik og Landsvirkjun stóðu sameiginlega að. Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við aðild Landsvirkjunar, sem leiddi til þess að fyrirtækið dró sig út úr verkefninu.
-Hvenær er ráðgert að hefja vinnu við úttektina og hvenær gæti verið að vænta niðurstaðna?
Samkeppniseftirlitið tók fyrr á árinu til athugunar viðskipti með eignarhluti í HS. Sviptingar í kringum svokölluð REI-mál hafa hins vegar tafið niðurstöður í þeirri athugun. Athugun á kaupum OR á hlut Hafnarfjarðar í HS er liður í þeirri athugun. Ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær niðurstaðna er að vænta en málinu verður flýtt eftir því sem kostur er.
-Hvaða úrræði hefur SE ef kaupin reynast brjóta í bága við samkeppnislög?
Samkeppniseftirlitið getur almennt séð beitt stjórnvaldssektum og mælt fyrir um breytingar á atferli eða skipulagi. Ótímabært er að velta því fyrir sér hvort eða hvernig heimildum eftirlitsins verði beitt í þessu tiltekna tilviki.
Spurningar og svör fylgja hér á eftir:
-Hyggst SE gera úttekt á kaupum OR á hlut Hafnarfjarðar í HS?
Kaup OR á hlut Hafnarfjarðar HS munu koma til athugunar Samkeppniseftirlitsins. Eignatengsl milli keppinautanna, þ.e. HS og OR, verða sérstaklega skoðuð og gengið úr skugga um hvort stofnast hafi til sameiginlegra yfirráða yfir þessum fyrirtækjum eða hvort í eignatengslunum geti falist samstarf í skilningi 10. gr. samkeppnislaga sem leggur bann við ólögmætu samráði.
-Hefur SE áður skoðað mál er varða orkufyrirtæki?
Eignatengsl á raforkumarkaði komu með ákveðnum hætti til skoðunar á síðasta ári þegar Samkeppniseftirlitið fjallaði um stofnun Orkusölunnar, sem Orkubú Vestfjarða, Rarik og Landsvirkjun stóðu sameiginlega að. Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við aðild Landsvirkjunar, sem leiddi til þess að fyrirtækið dró sig út úr verkefninu.
-Hvenær er ráðgert að hefja vinnu við úttektina og hvenær gæti verið að vænta niðurstaðna?
Samkeppniseftirlitið tók fyrr á árinu til athugunar viðskipti með eignarhluti í HS. Sviptingar í kringum svokölluð REI-mál hafa hins vegar tafið niðurstöður í þeirri athugun. Athugun á kaupum OR á hlut Hafnarfjarðar í HS er liður í þeirri athugun. Ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær niðurstaðna er að vænta en málinu verður flýtt eftir því sem kostur er.
-Hvaða úrræði hefur SE ef kaupin reynast brjóta í bága við samkeppnislög?
Samkeppniseftirlitið getur almennt séð beitt stjórnvaldssektum og mælt fyrir um breytingar á atferli eða skipulagi. Ótímabært er að velta því fyrir sér hvort eða hvernig heimildum eftirlitsins verði beitt í þessu tiltekna tilviki.