Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkeppniseftilitið setur skilyrði fyrir samruna HS Orku og GGE
Miðvikudagur 9. september 2009 kl. 11:44

Samkeppniseftilitið setur skilyrði fyrir samruna HS Orku og GGE


Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Geysis Green Energy og HS Orku með ákveðnum skilyrðum. Að þeim uppfylltum verði ekki þörf á ógildinu samrunans, að því er fram kemur í ákvörðunarorðum Samkeppniseftirlitsins.
Geysis Green Energy kaupir 34% hlut í HS orku af Reykjanesbæ þannig að heildarhlutur félagsins nemur 66% hlutafjár. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur það í sér samruna í skilningi samkeppnislaga.

Samkeppniseftirlitið setur m.a. þau skilyrði fyrir samrunanum að Geysir Green Energy tryggi rekstrarlegan og stjórnunarlegan aðskilnað milli Jarðborana hf. annars vegar og HS Orku hins vegar. Skulu bæði félögin rekin sem sjálfstæðir lögaðilar og sömu aðilar ekki sitja í stjórn Jarðborana og HS Orku.

Geysir Green Energy skal tryggja að HS orka, dótturfélög og önnur tengd félög njóti ekki betri viðskiptakjara hjá Jarðborunum en keppinautar félaganna gera og að viðskiptavinum Jarðborana sé ekki mismunað á annan hátt, t.d. með ólíkri upply´singamiðlun og ómálefnalegum samningsákvæðum og -kjörum. Skal farið með viðskipti Jarðborana og HS Orku líkt og viðskipti á milli ótengdra aðila.

Þá er GGE gert að tryggja að engar upply´singar um starfsemi HS Orku eða Jarðborana berist á milli félaganna aðrar en þær sem nauðsyn ber til vegna beinna viðskipta félaganna. Skal þess jafnframt gætt að upply´singum sem Jarðborunum kunna að verða látnar í té af keppinautum HS orku sé haldið leyndum fyrir Geysi Green Energy og HS orku.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg.