Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkeppni meðal einhleypra karla á Suðurnesjum
Miðvikudagur 11. nóvember 2009 kl. 14:06

Samkeppni meðal einhleypra karla á Suðurnesjum


Á Suðurnesjum eru 46,2 prósent karla einhleypir og 31,5 prósent kvenna. Þetta kemur fram í Landshögum, hagtöluriti Hagstofu Íslands. Að sjálfsögðu teljum við á VF okkur skylt að birta jafn mikilvægar upplýsingar og þessar því „karlar eru í konuleit og konur eru í karlaleit,“ eins og sungið var í dægurlagi fyrir mörgum árum.  Þá er betra að vita ástandið á „markaðnum“, ekki satt?

Ef þú ert einhleypur karl og hyggst leita yfir á önnur „markaðssvæði“ þá er ástandið ekkert skárra þar. Hlutfall einhleypra karla er hærra í öllum landshlutum. Á Vesturlandi er það sama og á Suðurnesjum. Í öðrum landshlutum er þetta á svipuðum nótum. Á Austurlandi eru t.d. 49,4 prósent karla einhleypir og 32,6 prósent kvenna. Á heildina litið eru 45,7 prósent íslenskra karla einhleypir og 35 prósent kvenna.

Það er því ljóst að samkeppni einhleypra karla á Suðurnesjum er þó nokkur  þegar kemur að því að finna sér maka af gagnstæðu kyni. Svo er það spurning hvaða vopnum menn þurfa beita til að hafa betur í samkeppninni. Ómótstæðiegir persónutöfrar, loðin bringa, mjúkmælgi eða eitthvað annað? Um það skal ekki fjölyrt hér enda smekkur og kröfur kvenna æði misjafnar. Það verður því víst hver að finna þetta út fyrir sig. Gangi ykkur vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024