Samkaupsmenn fagna aukinni samkeppni
Ég fagna aukinni samkeppni á matvörumarkaðnum, en vara við öllum flugeldasýningum í sambandi við þetta. Það ætti svo sem ekki að vera neitt sérstaklega fréttnæmt þó einhver sem verið hefur hár í verðum, lækki aðeins sín verð”, sagði Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa hf. sem rekur lágvöruverðsverslanirnar Kaskó og Nettó en Krónan kom með útspil í nýju verðstríði á matvörumarkaði um síðustu helgi.
„Samkaup hf. tekur eins og alltaf þátt í öllum hreyfingum sem verða á markaðnum. Við höfum verið með verslanir sem eru í hópi þeirra al ódýrustu og verðum það framvegis. Kasko hefur oft verið með lægsta verðið á markaðnum og ef ekki lægsta, þá næst lægsta. Nettó búðirnar hafa verið með ódýrustu búðum í 15 ár. Stundum lægstar og alltaf í hópi þeirra lægstu. Þannig verður þetta áfram. Aðrar Samkaups verslanir hafa verið mjög lág verð miðað við sambærilegar verslanir og í dag eru þær líklega næstar Fjarðarkaupum í verðum”, sagði Guðjón.