Samkaupa-skólinn opnaður í dag
MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Samkaup hf, hafa gert með sér samkomulag um Samkaupa -skólann. Samningurinn gerir ráð fyrir að MSS taki að sér og hafi umsjón með skólanum. Markmið skólans er að gera störf í verslunum að innihaldsríku ævistarfi, draga úr starfsmannaveltu, auka möguleika starfsmanna á að vaxa í starfi og auka arðsemi með menntun. Samstarfið undirstrikar mikilvægi aukinnar menntunar í atvinnulífinu. Skólinn mun leggja áherslu á markvissa uppbygging starfsmanna í þágu Samkaupa hf og einstaklinganna sjálfra þar sem tekið er mið af þörfum beggja á grundvelli faglegrar þarfagreiningar við val á námsefni og námskeiðum.
Samkaup leggur mikið upp úr samhentum hópi áhugasamra starfsmanna og hefur fyrirtækið það að markmiði að hlúa að menntun og þjálfun starfsmanna sinna. Hlutverk Samkaupa-skólans er að bjóða starfsmönnum upp á nauðsynlega þjálfun og fræðslu svo þeir geti leyst störf sín vel af hendi. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við fagaðila og aðrar símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni. Kennarar verða bæði starfsmenn fyrirtækisins og aðkeyptir leiðbeinendur. Gefin verður út námskrá fyrir hvert ár, þar sem námsframboð skólans verður kynnt starfsmönnum í upphafi árs og að hausti. Þar er yfirlit yfir þau námskeið sem starfsmönnum standa til boða. Lögð er áhersla á fjóra megin þætti í námskrá:
·Námskeið fyrir stjórnendur,
·Starfstengd námskeið fyrir starfsmenn
·Persónuleg færni námskeið fyrir starfsmenn.
·Auk þessa eiga starfsmenn kost á að stunda nám við sérskóla og/eða endur- og símenntunarmiðstöðvar með stuðningi Samkaupa hf. í samræmi við símenntun hvers og eins.
Samstarf MSS og Samkaupa hf gerir einnig ráð fyrir þróun starfsmenntunar í verslun. Þannig hefur MSS fengið styrk úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins til að taka saman námsefni um meðferð ferskrar matvöru í stórmörkuðum í samstarfi við Samkaup hf. Námsefnið verður metið í tengslum við kennslu í Samkaupa-skólanum næsta vetur.
Í skólaráði sitja Skúli Skúlason starfmannastjóri Samkaupa , Guðjónína Sæmundsdóttir ráðgjafi frá MSS og Axel Aðalgeirsson forstöðumaður upplýsingamála hjá Samkaupum. Samkaupa-skólinn mun hefja starfsemi sína á sérstöku hvatningar- og sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir starfsmenn.
Samkaup leggur mikið upp úr samhentum hópi áhugasamra starfsmanna og hefur fyrirtækið það að markmiði að hlúa að menntun og þjálfun starfsmanna sinna. Hlutverk Samkaupa-skólans er að bjóða starfsmönnum upp á nauðsynlega þjálfun og fræðslu svo þeir geti leyst störf sín vel af hendi. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við fagaðila og aðrar símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni. Kennarar verða bæði starfsmenn fyrirtækisins og aðkeyptir leiðbeinendur. Gefin verður út námskrá fyrir hvert ár, þar sem námsframboð skólans verður kynnt starfsmönnum í upphafi árs og að hausti. Þar er yfirlit yfir þau námskeið sem starfsmönnum standa til boða. Lögð er áhersla á fjóra megin þætti í námskrá:
·Námskeið fyrir stjórnendur,
·Starfstengd námskeið fyrir starfsmenn
·Persónuleg færni námskeið fyrir starfsmenn.
·Auk þessa eiga starfsmenn kost á að stunda nám við sérskóla og/eða endur- og símenntunarmiðstöðvar með stuðningi Samkaupa hf. í samræmi við símenntun hvers og eins.
Samstarf MSS og Samkaupa hf gerir einnig ráð fyrir þróun starfsmenntunar í verslun. Þannig hefur MSS fengið styrk úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins til að taka saman námsefni um meðferð ferskrar matvöru í stórmörkuðum í samstarfi við Samkaup hf. Námsefnið verður metið í tengslum við kennslu í Samkaupa-skólanum næsta vetur.
Í skólaráði sitja Skúli Skúlason starfmannastjóri Samkaupa , Guðjónína Sæmundsdóttir ráðgjafi frá MSS og Axel Aðalgeirsson forstöðumaður upplýsingamála hjá Samkaupum. Samkaupa-skólinn mun hefja starfsemi sína á sérstöku hvatningar- og sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir starfsmenn.