Samkaup vill flettiskilti við Reykjanesbraut
Samkaup hefur sent Reykjanesbæ fyrirspurn um uppsetningu flettiskiltis við Reykjanesbraut.
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins var skipulagsfulltrúa veitt heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi þar sem markað er svæði og settir eru skilmálar varðandi auglýsingaskilti við Reykjanesbraut milli Grænáss og Aðalgötu.