Samkaup úthlutaði styrkjum
Samkaup úthlutar árlega í desember fjöldann allan af styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Koma þessir styrkir til viðbótar við önnur samstarfsverkefni sem Samkaup styrkja víðsvegar um landið á hinum ýmsu sviðum.
Nú í desember voru meðal annara veittir styrkir til Mæðrastryksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar, Hjálpræðishersins, Velferðarsjóðs Suðurnesja og Velferðarsjóðs Njarðvíkur.
Á Akureyri voru veittir styrkir til Mæðrastyrksnefndar Akureyri og til Karmel systra á Akureyri.