Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup úthlutaði styrkjum
Bjarki Þór Árnason, verslunarstjóri Nettó í Njarðvík afhenti styrkina fyrir Suðurnes. F.v. Aðalheiður Níelsdóttir fyrir hönd Velferðarsjóðs Njarðvíkurkirkju og Þórunn Þórisdóttir frá Velferðasjóði Suðurnesja tóku við styrkjunum. VF-myndir/pket.
Mánudagur 29. desember 2014 kl. 15:07

Samkaup úthlutaði styrkjum

Samkaup úthlutar árlega í desember fjöldann allan af styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Koma þessir styrkir til viðbótar við önnur samstarfsverkefni sem Samkaup styrkja víðsvegar um landið á hinum ýmsu sviðum.
Nú í desember voru meðal annara veittir styrkir til Mæðrastryksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar, Hjálpræðishersins, Velferðarsjóðs Suðurnesja og Velferðarsjóðs Njarðvíkur.
Á Akureyri voru veittir styrkir til Mæðrastyrksnefndar Akureyri og til Karmel systra á Akureyri.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024