SAMKAUP TVÖFALDAÐ
Fyrirhugað er að stækka húsnæði Samkaups í Njarðvík og bjóða verslunar- og þjónustuaðilum pláss í viðbyggingunni sem verður jafn stór núverandi húsi. Viðbyggingin kemur vesturmegin við Samkaup, þ.e. í átt að Njarðarbraut. „Það hafa nokkrir aðilar sýnt málinu áhuga og spurt um pláss“, sagði Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri aðspurður um fyrirhugaða stækkun á húsnæði Samkaups. Í viðbyggingunni er ekki ólíklegt að banki verði með starfsemi, veitingastaðir og ýmis konar þjónustuaðilar auk verslana.