Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. nóvember 2000 kl. 10:21

Samkaup svarar samkeppni

Jólaverslun fer hægt af stað þrátt fyrir að jólaskreytingar verslana séu komnar fyrr upp. Almenningur átti þó kost á því að kaupa jólaskraut með 50% afslætti í Samkaup, Njarðvík fyrir nokkru og gafst það vel. Sturla Eðvarðsson, markaðsstjóri Samkaupa sagði að jólaverslun hæfist fyrir alvöru um mánaðamótin nóvember/desember. Samkaup er að mestu leyti matvöruverslun og sú langstærsta hér á Suðurnesjum. Þeir hafa lengt opnunartíma verslunarinnar til klukkan sjö alla daga. Í jólamánuðinum lengist svo enn frekar opnunartíminn. „Við viljum vera með aðlaðandi verslun í mat og rekum eitt stærsta kjötborð á landinu. Fersk matvara er okkar mottó og ferskt brauð,grænmeti og ávextir eru alltaf á boðstólum. Starfsfólk okkar er mjög gott og sér um að halda vel utan um allar deildir verslunarinnar. Það er nákvæmt eftirlit með allri ferskri vöru. Við óttumst ekki samkeppni og svörum henni í hvaða mynd sem hún birtist. Við kappkostum alltaf að bjóða lágt verð og mjög mikið vöruúrval. Við erum með stóra verslun og teljum samkeppni af hinu góða,“ segir Sturla. Samkaup býður öllum Suðurnesjamönnum upp á afmælistertu milli klukkan 15.00 og 18.00 föstudaginn 17.nóvember og börnin fá íspinna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024