Samkaup styrkir unglingastarf Víðis
Samkaup hf. afhenti Unglingadeild Víðis í Garði 300.000.- krónur í styrk á dögunum. Sigurjón Kristinsson forystumaður í unglingastarfi Víðis tók við peningnum fyrir hönd félagsins úr hendi Skúla Þ. Skúlasyni starfsmannastjóra Samkaupa á æfingu hjá yngstu knattspyrnuiðkendunum. Skúli sagði við þetta tilefni að umtalað væri á Suðurnesjum hve gott unglingastarf Víðis væri og vildu Samkaupsmenn stuðla að því að það héldi áfram.
Sigurjón Kristinsson sagðist vera mjög ánægður með þessa gjöf og hún myndi koma að góðum notum. Þakkaði hann Samkaup fyrir gjöfina og sagði hann fyrirtækið eiga hrós skilið.
Sigurjón Kristinsson sagðist vera mjög ánægður með þessa gjöf og hún myndi koma að góðum notum. Þakkaði hann Samkaup fyrir gjöfina og sagði hann fyrirtækið eiga hrós skilið.