Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup setja 150 milljónir í aðgerðarpakka fyrir starfsfólk
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.
Föstudagur 3. apríl 2020 kl. 09:24

Samkaup setja 150 milljónir í aðgerðarpakka fyrir starfsfólk

- Takk fyrir að standa vaktina!

Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að veita um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Yfirskrift aðgerðarpakkans er Takk fyrir að standa vaktina! og nær til allra starfsmanna Samkaupa sem eru um 1.400 talsins en er þó sérstaklega ætlaður starfsmönnum sem eru í framlínu verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Samkaup reka 61 verslun um land allt, meðal annars Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland og Samkaup Strax. Um 1.400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í um 670 stöðugildum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir starfsmenn fá verulega aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum.

„Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa í tilkynningunni.

Yfirskrift seinni hluta aðgerðarpakkans er Njótum lífsins! og verður hann settur fram þegar kórónuveirufaraldurinn er genginn yfir. Sá hluti er með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum, fjölskylduskemmtun og svo mætti áfram telja. Áherslan er á að njóta lífsins í sumar út um allt land.

„Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf.

Nýir kjarasamningar gefa starfsmönnum Samkaupa kleift að stytta vinnuvikuna með því að safna mínútum í svokallaðan mínútubanka, sem þeir geta svo ráðstafað eftir eigin höfði. Margir starfsmenn eiga uppsafnaðan tíma sem þeir geta leyst út í sumar eða eftir eigin hentisemi ofan á hefbundið orlof. Auka orlofsdagurinn úr þakklætissjóðnum bætist því við mínútubankann sem starfsmenn geta nýtt að vild.