Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup: Samkeppni rutt úr vegi með aðstoð borgaryfirvalda
Mánudagur 5. nóvember 2007 kl. 00:17

Samkaup: Samkeppni rutt úr vegi með aðstoð borgaryfirvalda

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir að borgaryfirvöld í Reykjavík vinni gegn samkeppni á matvörumarkaði og úthluti aðeins stóru keðjunum tveimur lóðum undir verslunarrekstur. Markaðsráðandi aðilar hafi rutt samkeppni úr vegi með stuðningi borgaryfirvalda. Eyjan.is greinir frá þessu í kvöld og vitnar til kvöldfrétta Sjónvarpsins.

Hann nefnir að í Grafarvogi hafi stóru keðjurnar komið sér vel fyrir og samkvæmt skipulagi sé bannað að úthluta fleiri lóðum undir matvöruverslanir. Þar með hafi borgin í reynd fært stóru keðjunum einkarétt til eilífðar á að selja matvörur í Grafarvogi.

Sturla var í viðtali við fréttir Sjónvarpsins í kvöld og sagði að Samkaup, sem reka 32 matvöruverslanir - flestar á landsbyggðinni - hefðu ítrekað sótt um lóð í Reykjavík en án árangurs. “Við höfum ítrekað sóst eftir að blanda okkur í þennan slag í Reykjavík og bjóða Reykjavíkurbúum fleiri valkosti,” sagði hann en sagði að borgin hefði engar skýringar gefið á synjunum og spurði hvort borgin vildi markvisst útiloka samkeppni á matvörumarmaði. Hagar noti markaðsráðandi og selji langt undir kostnaðarverði til að ryðja samkeppni.

Sturla gagnrýndi einnig íslenska birgja, þ.e. heildsala, og sagði að Samkaup nytu lökustu viðskiptakjara hjá þeim. Fyrirtækið hafi ítrekað flutt inn merkjavöru og ýmsa vöru til að bjóða neytendum lægra verð en birgjar hafi þá samband og hóti að beita þvingunum með því að veita verri kjör á þeim vörum sem þeir flytja inn.

Hann sagði verðkannanir ómarktækar vegna “alls konar leikrita” sem Baugur og Kaupás settu á svið fyrir þá aðila sem þær framkvæma og hvatti íslenska neytendur til að kynna sig sem starfsmenn ASÍ í verslunum Baugs og Kaupáss, þá fengju þeir allt að 50% ódýrara verð en ella.

www.eyjan.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024