Samkaup reyklaus vinnustaður
Frá og með 1. janúar 2003 er Samkaup hf. reyklaus vinnustaður. Hjá Samkaupum starfa í dag tæplega 600 starfsmenn í 26 verslunum og deildum. Undanfarna mánuði hefur undirbúningur staðið yfir með útgáfu fræðsluefnis og kynningum hjá starfsmönnum.
Þá hefur starfsfólkinu staðið til boða að sækja námskeið á vegum krabbameinsfélagsins því að kostnaðarlausu. Starfsmönnum hefur jafnframt staðið til boða , fram að áramótum, að fyrirtækið greiði andvirði eins mánaðar skammts af hjálparlyfi að eigin vali. Það að fyrirtækið sé reyklaust þýðir í raun að reykingar eru óheimilar í húsakynnum og á lóðum. Þá stendur starfsmönnum ekki til boða að reykja á vinnutíma.
Þá hefur starfsfólkinu staðið til boða að sækja námskeið á vegum krabbameinsfélagsins því að kostnaðarlausu. Starfsmönnum hefur jafnframt staðið til boða , fram að áramótum, að fyrirtækið greiði andvirði eins mánaðar skammts af hjálparlyfi að eigin vali. Það að fyrirtækið sé reyklaust þýðir í raun að reykingar eru óheimilar í húsakynnum og á lóðum. Þá stendur starfsmönnum ekki til boða að reykja á vinnutíma.