Samkaup og Háskólinn á Bifröst taka höndum saman
Háskólinn á Bifröst og Samkaup hf hafa tekið höndum saman og undirritað samstarfssamning um Kaupmannsskólann.
Um er að ræða nám fyrir stjórnendur og lykilstarfsfólk nærri 50 verslana Samkaupa um land allt. Náminu verður ýtt úr vör í janúar en kennsla mun fara fram með námskeiðum á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Áhersla verður lögð á fræðslu um m.a. kaupmennsku, leiðtogaþjálfun, sölutækni, fjármál, nýliðaþjálfun og þjónustustjórnun. Samanlagt verða námskeiðsstundir rúmlega 3.300 talsins.
Markmiðin með náminu eru einkum:
- Að bæta skilning á grundvallaratriðum kaupmennsku og verslunarrekstri
- Að efla framkomu og þjónustulund við viðskiptavini Samkaupa
- Að bæta vöruþekkingu starfsfólks
- Að auka starfsánægju, starfsstolt og jákvætt viðhorf starfsfólks
- Að efla gæða- og öryggisstjórnun í verslunum
- Að efla menntunarstig starfsfólks Samkaupa til langs tíma litið
Háskólinn á Bifröst hefur á undanförnum árum byggt upp sérþekkingu á sviði verslunarstjórnunar og býður m.a. upp á diplómanám í verslunarstjórnun ásamt því að starfrækja Rannsóknarsetur verslunarinnar sem er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar.
Samkaup. Hf á og rekur nærri 50 verlanir um allt land. Þar á meðal Nettó, Samkaup Úrval , Samkaup Strax, og Kaskó.
Fjöldi starfsmanna er u.þ.b 900 í 450 stöðugildum. Stefna Samkaupa er að þjóna kröfum viðskiptavina sinna með framúrskarandi hætti.
Með tilkomu Kaupmannaskólans vill Samkaup auka menntuanrstig starfsfólks fyrirtækisins og gera því kleift að vaxa og dafna í störfum sínum. Þetta er langtímaverkefni með það að markmiði að auka gæða- og þjónustustig verslana sem og að gera verslunarstörf áhugaverðan og spennandi valkost á vinnumarkaði.
Samkaup og Háskólinn á Bifröst taka höndum saman