Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samkaup leggja góðum málefnum lið
Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 18:43

Samkaup leggja góðum málefnum lið

Samkaup veittu í dag styrki til þriggja aðila, Listasafns Reykjanesbæjar, Kfum og Kfuk og Athvarfs geðfatlaðra. Athöfnin var haldin í Duus-húsum.

Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Samkaupa, sagði við afhendinguna að þeim þætti sjálfsagt að gefa aftur til baka í samfélagið og leggja góðum málefnum lið.

Athvarf geðfatlaðra fékk 500.000 kr til að standa straum af innbúskaupum í aðstöðuna. Geðsjúkdómar eru afar aðkallandi vandamál og mun athvarfið án nokkurs vafa verða mörgum til hjálpar.

KFUM og K fengu 200.000 krónur til að styrkja áratugalangt starf þessara mætu samtaka. Var það von Samkaupa að styrkurinn mætti nýtast áfram til góðra verka og sagði fulltrúi samtakanna að fjármunirnir munu koma sér vel í að standa straum af framkvæmdum á húsi þeirra.

Þá fékk Listasafn Reykjanesbæjar styrk að upphæð 500.000 til að styðja við þá umbyltingu sem Skúli sagði hafa átt sér stað á svið menningar og lista í Reykjanesbæ undanfarin ár og hafi nálægð við slíkt auðgað bæinn.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Skúli Skúlason ásamt styrkhöfum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024