Samkaup í Grindavík verður Nettó
Fyrirhugaðar eru breytingar á Samkaup í Grindavík í lágvöruverslunina Nettó og er undirbúningsvinna þegar hafin. Í dag mun hefjast rýmingarsala á vörum og verður allt frá 20%-50% aflsláttur af ýmsum vörutegundum. Verslunin mun svo vera lokuð 20. og 21. apríl á meðan að framkvæmdar verða breytingar í versluninni. Föstudaginn 22. apríl mun verslunin svo opna með pompi og prakt á nýjan leik með Nettó tilboðum og kynningum tengt því. Gunnar Sigurðsson rekstrarstjóri Nettó sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæða breytinga sé fyrst og fremst viðbrögð við samkeppni og að neytendur í Grindavík megi búast við fleiri nýjungum og að Samkaupsmenn muni verða beinskeyttari í tilboðum og fleiri vöruliðir muni vera á útsölu. „Við munum verða öflugri í kjötvörum og vera með ferskt grænmeti og ávexti. Við ætlum okkur að huga en betur að neytendum í Grindavík með góðum vörum á góðu verði,“ sagði Gunnar.
Vf-mynd/Bjarni-Gunnar ásamt starfsmönnum verslunarinnar.