Samkaup í Garði fær jafnréttisviðurkenningu

Jafnréttisnefnd Garðs hefur valið verslun Samkaupa/Úrvals í Garði til að hljóta jafnréttisviðurkenningu sveitarfélagsins en þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt. Í umsögn nefndarinnar segir að verslunin gæti þess að hafa jafna skiptingu kynja í vinnu og eins vinni fatlaðir einstaklingar í versluninni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				