Samkaup hljóta jafnlaunavottun
Samkaup hf. hafa formlega hlotið vottun um að standast kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2019 – 2022. „Við erum ákaflega stolt af því að hljóta vottunina. Samkaup leggur ríka áherslu á að fylgja ákvæðum laga um jafna stöðu kynjanna og það er afar mikilvægt að algjör fullvissa ríki meðal starfsfólks um að það fái greidd sömu laun fyrir sama vinnuframlag, óháð kyni, kynferði, þjóðerni, aldri eða því hvar það er staðsett á landinu,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.
Alls starfa um eitt þúsund og þrjúhundruð manns hjá fyrirtækinu sem rekur sextíu verslanir víðsvegar um landið. Verslanirnar spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar, kraftar og færni allra starfmanna fyrirtækisins njóti sín sem best.
Gildi Samkaupa, Kaupmennska, Áræðni og Sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og eru leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóttum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri á öllum sviðum. Lykilatriði í velgengi Samkaupa felst í starfsfólki fyrirtækisins.
„Jafnlaunavottunin er sannarlega rós í hnappagatið fyrir fyrirtækið og samræmist gildunum okkar, áræðni og sveigjanleika – auk þess sem við höfum lagt mikla áherslu á að vera samfélagslega ábyrg. Jafnlaunavottun er þar veigamikill hluti af þeirri vegferð og hvetur okkur til að halda áfram að vera vakandi þegar kemur að því að bæta okkur.”
Jafnlaunavottun er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja undirstrika að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni hvorki konum né körlum