Samkaup halda áfram að stækka
Stjórn Húnakaupa hf. á Blönduósi hefur ákveðið að taka tilboði Samkaupa hf. í rekstur dagvöruverslana félagsins á Blönduósi og Skagaströnd. Þá er einnig reiknað með að rekstur Skálans á Blönduósi verði í höndum Samkaupa hf.
Markmið Samkaupa hf. með þessum kaupum er að styrkja framtíð verslunarreksturs með matvöru í Húnaþingi. Samkaup hf mun taka við rekstrinum 1. febrúar n.k. og mun starfsfólk verslana Húnakaupa hf starfa hjá Samkaupum hf.
Markmið Samkaupa hf. með þessum kaupum er að styrkja framtíð verslunarreksturs með matvöru í Húnaþingi. Samkaup hf mun taka við rekstrinum 1. febrúar n.k. og mun starfsfólk verslana Húnakaupa hf starfa hjá Samkaupum hf.