Samkaup gefur bókina "Didda og dauði kötturinn"
Samkaup hf er einn af styrktaraðilum Kristlaugar Sigurðardóttur og ÍsMedia við gerð myndarinnar Dauði kötturinn og útgáfu bókarinnar Didda og dauði kötturinn. Sagan sem gerist í gamla bænum í Keflavík segir sögu ungrar stúlku sem fær kröftuga sjón eftir að hafa dottið ofaní lýsistunnu. Stúlkan kemst á snoðir þorpara sem leynast í næsta húsi og lendir í ævintýrum við að upplýsa glæp. Sagan er spennandi og skemmtileg unglingasaga.Samkaup hf. hefur ákveðið að gefa nokkur hundruð eintök af bókinni og dreifa þeim á bæjarbókasöfn og skólabókasöfn á þeim stöðum þar sem verslanir Samkaupa eru, en það er á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Akranesi, ísafirði, Bolungarvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík Akureyri, Húsavík og síðan eru verslanir um Austurland.
Í dag föstudaginn 29. nóvember afhendum við eintök af bókinni Bókasafni Reykjanesbæjar, - Grindavíkur, - Vatnsleysustrandarhrepp,- Sandgerðis, - Gerðahrepps og skólabókasöfnum á sama svæði.
Í dag föstudaginn 29. nóvember afhendum við eintök af bókinni Bókasafni Reykjanesbæjar, - Grindavíkur, - Vatnsleysustrandarhrepp,- Sandgerðis, - Gerðahrepps og skólabókasöfnum á sama svæði.