Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samið við Nesprýði um uppbyggingu íþróttavalla í Vogum
Föstudagur 28. maí 2010 kl. 13:29

Samið við Nesprýði um uppbyggingu íþróttavalla í Vogum


Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ganga til samninga við Nesprýði um uppbyggingu tveggja knattspyrnuvalla á íþróttasvæði sveitarfélagsins. Verkið var boðið út og tilboð opnuð þann 25. maí síðastliðinn.  Fimm tilboð bárust og var kostnaðaráætlun kr. 71.085.950 kr.
Lægsta tilboð var frá Nesprýði hf.  og var um 16% undir kostnaðaráætlun.

Áætlað er að verkið hefjist fljótlega og verklok séu í lok september.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024