Samið við Kögun um rekstur fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík
Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík verður áfram í reksti og hefur verið samið við Kögun hf þar að lútandi. Í fréttatilkynningu frá Kögun segir að með rekstrinum takist að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna Kögunar er sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið.
Fjarskiptastöðin hefur verið rekin af flotanum í áratugi og að mestu leiti verið mönnuð bandarískum hermönnum . Frá því að bandaríski herinn tilkynnti um brotthvarf sitt frá Íslandi hefur það legið nokkuð ljóst fyrir að hann ætlaði sér að reka stöðina áfram og var rekstur hennar því boðinn út. Samningurinn er gerður til eins árs í senn innan rammaútboðs sem nær yfir fimm ára tímabil.
Mynd: Fjarskiptastöðin í Grindavík