Samið við HS orku og HS veitur hf
Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja skrifuðu í dag undir nýjan kjarasamning við HS orku h.f. og HS veitur h.f. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu. Samningurinn gildir frá 1. maí s.l. og til loka janúar 2014. Við upphaf samnings fá starfsmenn í fullu starfi 50 þúsund króna eingreiðslu og laun hækka um 4.25% frá 1. júní sl.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum miðvikudaginn 16. júní kl. 12.30 og að kynningu lokinni verður greitt um hann atkvæði.