Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samið við Hópbíla um Strætóakstur á leið 55
Leið 55 á biðstöð við Grindavíkurveg. Hópbílar taka nú við þessari leið og bjóða upp á nýja vagna og aðra bílstjóra.
Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 15:00

Samið við Hópbíla um Strætóakstur á leið 55

- og Hópbifreiðar Kynnisferða sjá um akstur á leið 89

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur samið við Hópbíla og Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. um almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Hópbílar taka við akstri á leið 55, sem er akstur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins en Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. sjá um akstur á leið 89 sem er akstur milli Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs.
 
Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var þann 28.desember sl., var tekin ákvörðun vegna útboðsmála og lagt var mat á endanlegar lausnir, verðtilboð og tilboðum gefin stig samkvæmt því.
 
Tilboð Hópbíla í verkhluti 1 (leið 55) var upp á kr. 148.619.484,-, heildareinkunn 98. Tilboð Hópbifreiða Kynnisferða ehf. í verkhluta 2 (leið 89) var upp á kr. 32.183.625, heilareinkunn 97. Samtals hljóðar verkið upp á kr. 180.803.109,-  
 
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum staðfesti á fundi sínum að samið verði við Hópbíla hf. um verkhluta 1 og Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. um verkhluta 2 og var VSÓ ráðgjöf falið að tilkynna þátttakendum þá ákvörðun. 
 
Samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr.120/2016 þurfa að líða a.m.k. 10 dagar frá ákvörðun þessi um val á tilboði er tilkynnt þar til tilboðið er endanlega samþykkt.
 
SBK/ABK ehf. mun því sjá um þennan akstur þar til nýr akstursaðili tekur við þann 8. janúar 2018. Engar breytingar eru á leiðarkerfi né tímatöflum. Strætó mun jafnframt sjá um þá þætti sem þeir sáu um áður. Eina sem notendur ættu að verða varir við eru nýir vagnar og aðrir bílstjórar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024