Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samið við Háfell ehf. um lagningu Suðurstrandavegar
Mánudagur 7. febrúar 2005 kl. 08:48

Samið við Háfell ehf. um lagningu Suðurstrandavegar

Gengið verður til samninga við verktakafyritækið Háfell ehf vegna útboðs í nýbyggingu 5,65 km vegarkafla á Suðurstrandarvegi frá Hrauni að Ísólfsskála í þessari viku og búist er við undirskrift í lok vikunar.Háfell ehf bauð 98.068.000 í verkið sem er um 65,2% hlutfall af áætluðum verktakakostnaði sem þýðir um 62 miljónir í frávik.

Að sögn Sigurðar Kr.Jóhannsonar deildarstj. framkvæmdasviðs vegagerðarinnar á Suðurlandi sem hefur með verklega umsjón að gera á enn eftir að ganga frá samningsatriðum við námuréttareigendur og því óljóst hvenær framkvæmdir geta hafist.
 
Háfell ehf er Suðurnesjamönnum kunnugt því fyrirtækið vinnur að tvöföldun Reykjanesbrautar. Hjá fyritækinu starfa að jafnaði um 50 manns, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024