Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samið um skuldir Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Fimmtudagur 19. september 2002 kl. 13:41

Samið um skuldir Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Síðasta haust námu skuldir Knattspyrnudeildar Keflavíkur tæpum 60 milljónum króna og segir Rúnar Arnarson formaður stjórnar knattspyrnudeildarinnar að fyrir síðustu áramót hafi verið hafist handa við að gera áætlun um lækkun skulda deildarinnar: „Við fórum á fullt í þessa vinnu síðasta haust og frá þeim tíma hefur okkur tekist að semja um allar skuldir deildarinnar. Í áætlunum okkar gerum við ráð fyrir því að skuldirnar verði greiddar niður á 5 árum.“ Stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur unnið náið með aðalstjórn Keflavíkur, Reykjanesbæ, Sparisjóði Keflavíkur og Nesprýði ehf. að lausn þessara mála: „Við höfum gert langtíma rekstrarsamning við Reykjanesbæ um rekstur knattspyrnuvallana hér í bænum og við höfum getað notað hluta af þeim peningum til að greiða niður skuldir.Nesprýði sér um allan rekstur á völlunum og það er þessvegna sem félagið hefur getað notað hluta af þeim rekstrarpeningum til greiðslu skulda. Meginþorri skulda deildarinnar liggur hjá Sparisjóði Keflavíkur og við höfum átt mjög gott samstarf við Sparisjóðinn um skuldbreytingar og greiðslu skulda á 5 árum.“ Rúnar segir að það sé bjart framundan hjá Knattspyrnudeildinni og að reksturinn í ár verði réttu megin við núllið: „Við reiknum með að á næstu 4 árum náum við að greiða allar okkar skuldir niður eins og gert er ráð fyrir í okkar áætlunum,“ segir Rúnar að lokum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024