Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Samið um byggingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík
Mánudagur 31. mars 2003 kl. 16:04

Samið um byggingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík

International Pipe and Tube á Íslandi hefur samið við fyrirtækið Daewoo International Corporation í Kóreu um byggingu 18 þúsund fermetra verskmiðju í Helguvík, Reykjanesbæ, sem mun framleiða 175 þúsund tonn af hágæða stálpípum segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Heildarkostnaður verkefnisins er um 84 milljónir dala. Undirbúningur framkvæmda í Helguvík, Reykjanesbæ, er þegar hafinn og gerir IPT ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi sína snemma árs 2005. Gert er ráð fyrir að við verksmiðjuna starfi 200-240 starfsmenn.Daewoo International Corporation mun stjórna byggingu verksmiðju og skrifstofuaðstöðu í Helguvík í samstarfi við Íslenska aðalverktaka og samstarfsaðila frá Kóreu. Þeir eru ábyrgir fyrir byggingu verksmiðjuhússins og skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Daehyun Tech Company frá Suður Kóreu og Kusakabe Electric & Machinery Company frá Japan munu skipuleggja vinnsluferlið og leggja til framleiðslutækin þar sem notast verður við nýjasta tæknibúnað á þessu sviði.

Vf-ljósmynd: Framkvæmdir eru hafnar í Helguvík fyrir Stálpípuverksmiðjuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024