Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samið um áframhaldandi vinnu á lóð IPT í Helguvík
Mánudagur 6. október 2003 kl. 11:21

Samið um áframhaldandi vinnu á lóð IPT í Helguvík

Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur falið hafnarstjóra Reykjaneshafnar og Verkfræðistofu Suðurnesja að semja við Íslenska aðalverktaka um framlengingu á verktíma vegna framkvæmda á lóð IPT í Helguvík.
Gert er ráð fyrir því að magnaukning vegna sprenginga verði 110.040m3, jarðvegsskipti munu kosta 63.000.000 m.kr. og viðbótarverk 10,700.000 m.kr. vegna vegagerðar Selvíkur ofl. Heildarkostnaður vegna mana, kjarnafyllingu í vegi og skolplagnar við Ægisgötu, auk lýsingar og malbiks í Helguvík er áætlaður kr. 76.900.000.
Viðbótarkostnaði verður vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem gerð verður í október 2003.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024