Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sami meirihluti áfram í Grindavík
Mánudagur 29. maí 2006 kl. 09:44

Sami meirihluti áfram í Grindavík

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur munu halda áfram meirihlutasamstarfi Grindavík á komandi kjörtímabili en gengið var frá samkomulagi þess efnis í gær. Ólafur Örn Ólafsson mun starfa áfram sem bæjarstjóri.
Báðir flokkarnir töpuðu fylgi í kosningunum um helgina, Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum tveimur mönnum þrátt fyrir það en Samfylking tapaði einum bæjarfulltrúa af þremur.
Aðeins vantaði 20 atkvæði til að halda þriðja manninum inni en Samfylkingin hlaut flest atvæði eða rúm 34% kjörfylgi. Framsóknarflokkur kom næst á eftir með 28,5% fylgi.

Mynd: Á kjörstað í Grindavík um helgina. Þar verður sami meirihluti áfram við völd. VF-mynd: Magnús
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024