Samhugur í verki í Vogum
Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd sýndu samhug sinn í verki með ekkju og þremur börnum Páls Guðmundssonar heitins, sem lést af slysförum þann 29. ágúst sl. Friðarljós voru tendruð við nær hvert einasta hús í Vogum og á Ströndinni kl. 21 í kvöld.Útför Páls fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag en jarðsett var að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Páls heitins við Sparisjóðinn í Keflavík. Fjölskyldan er búsett í Vogum en þeim sem vilja styðja við bakið á eftirlifandi eiginkonu hans og börn er be3nt á styrktarreikning í Sparisjóðnum í Keflavík 1109-05-443339.
Í dánartilkynningu í Víkurfréttum í gær var nafn yngstu dóttur Páls misritað. Hún heitir Thelma Lind og leiðréttist það hér með og biðjast Víkurfréttir velvirðingar á mistökunum.
Myndin: Kertaljós við innkomuna í Voga nú í kvöld. Ljósmynd: hbb
Í dánartilkynningu í Víkurfréttum í gær var nafn yngstu dóttur Páls misritað. Hún heitir Thelma Lind og leiðréttist það hér með og biðjast Víkurfréttir velvirðingar á mistökunum.
Myndin: Kertaljós við innkomuna í Voga nú í kvöld. Ljósmynd: hbb