Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samherji útvegar starfsfólki sínu húsnæði til bráðabirgða
Samherji er með fiskeldi að Stað í Grindavík og á Vogum á Vatnsleysuströnd. Þá er fyrirtækið með vinnslu í Sandgerði.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. nóvember 2023 kl. 14:07

Samherji útvegar starfsfólki sínu húsnæði til bráðabirgða

Eigendur Samherja hafa brugðist við ástandinu í Grindavík með því að útvega starfsfólki sínu íbúðarhúsnæði á Ásbrú og í Reykjavík til bráðabirgða. 

„Við höfum gengið frá leigu á ellefu litlum íbúðum fyrir okkar fólk á Ásbrú í Reykjanesbæ til bráðabirgða og erum við einnig með nokkrar íbúðir að láni í Reykjavík.  Þetta eru krefjandi tímar og aðstæður fólks eru misjafnar. Það að hjálpa fólki við að finna öruggan stað fyrir sig og sínar fjölskyldur til bráðabirgða er gríðarlega mikilvægt og auðveldar öllum að horfa fram á veginn og leysa önnur krefjandi verkefni.

Við erum eftir bestu geta að verja okkar verðmæti sem eru mjög mikil í lifandi fiski og freista þess að halda uppi sem næst óskertri starfsemi við þessar aðstæður. Til þess þurfum við að hafa okkar öfluga fólk í búsetuúrræði innan okkar athafnasvæðis og er þetta liður í þeim efnum,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024