Samherji: Tekjur af landvinnslu í Grindavík drógust saman um 676 milljónir kr.
 Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2004, sem stjórn félagsins  samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherji hf. 2.914 milljónum  króna samanborið við 1.067 milljóna króna hagnað árið áður. Hins vegar drógust tekjur landvinnslu saman um 676  milljónir króna, sem að stærstum hluta má rekja til samdráttar í vinnslu  uppsjávarafurða í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Grindavík en loðnuvertíðin  brást að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja hf.
Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2004, sem stjórn félagsins  samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherji hf. 2.914 milljónum  króna samanborið við 1.067 milljóna króna hagnað árið áður. Hins vegar drógust tekjur landvinnslu saman um 676  milljónir króna, sem að stærstum hluta má rekja til samdráttar í vinnslu  uppsjávarafurða í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Grindavík en loðnuvertíðin  brást að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja hf.Þá segir einnig: Rekstrarhorfur í sjávarútvegi eru ekki góðar um þessar mundir. Hátt gengi íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og þá sérstaklega á afkomu landvinnslu. Allar líkur benda til þess að gengi krónunnar haldist áfram sterkt og ekki er líklegt að hækkun verði á afurðaverði næstu misserin. Félagið hefur þegar gripið til ýmissa ráðstafana vegna þessa. Í byrjun febrúar sl. varð bruni í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Grindavík, sem veruleg áhrif hefur á afkomu félagsins á fyrstu mánuðum ársins 2005. Félagið var tryggt fyrir tjóninu bæði með bruna- og rekstrarstöðvunartryggingu. Rekstur fjölveiðiskipanna Baldvins Þorsteinssonar EA og Vilhelms Þorsteinssonar EA hefur gengið vel fyrstu mánuði ársins og var aflaverðmæti þeir samtals um 500 milljónir króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				