Samherji hf. á orðið tæp 65% hlutafjár í Íslandslaxi í Grindavík
Samherji hf. hefur keypt 14,7% eignarhlut í Íslandslaxi hf. í Grindavík og nemur kaupverð eignarhlutans um 51 milljón króna. Fyrir kaupin átti Samherji 68 milljónir króna að nafnverði í Íslandslaxi en á nú 88 milljónir króna að nafnverði, eða 64,7% alls hlutafjár í félaginu.Samhliða þessu hefur orðið samkomulag um breytingar á framkvæmdastjórn félagsins og mun Ólafur Wernersson, núverandi framkvæmdastjóri, láta af stjórnunarstörfum hjá félaginu um næstu mánaðamót. Hann mun sinna ráðgjafarstörfum fyrir félagið til næstu áramóta.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðningu nýs framkvæmdastjóra og mun daglegur rekstur fyrst um sinn heyra undir stjórnarformann Íslandslax, Finnboga Jónsson. Stefnt er að því að einfalda stjórnkerfi félagsins og meðal annars mun söludeild Samherja hf. sjá um sölu- og markaðsmál fyrir Íslandslax en fjármál og viðhaldsmál verða tengd núverandi starfsemi Samherja í Grindavík.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um ráðningu nýs framkvæmdastjóra og mun daglegur rekstur fyrst um sinn heyra undir stjórnarformann Íslandslax, Finnboga Jónsson. Stefnt er að því að einfalda stjórnkerfi félagsins og meðal annars mun söludeild Samherja hf. sjá um sölu- og markaðsmál fyrir Íslandslax en fjármál og viðhaldsmál verða tengd núverandi starfsemi Samherja í Grindavík.
Sjá nánar á InterSeafood.com.