Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samherji Fiskeldi fær heimild til breytinga á deiliskipulagi í Grindavík
Föstudagur 29. janúar 2021 kl. 11:43

Samherji Fiskeldi fær heimild til breytinga á deiliskipulagi í Grindavík

Samherji Fiskeldi hefur óskað eftir leyfi til að vinna að breytingu á deiliskipulag á iðnaðarsvæði I7 í Grindavík. Samkvæmt skipulagslögum getur framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að fá að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi á sinn kostað.

Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur heimilað Samherja Fiskeldi að vinna að deiliskipulagsbreytingu og var erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lóðarhafa ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.