Samgönguvika í Garði-hjólaferð aflýst
Sveitarfélagið Garður er þátttakandi í evrópsku samgönguvikunni þann 16.-22. september en yfir 2000 borgir og sveitarfélög í Evrópu taka þátt. Veðrið hefur ekki leikið við Garðbúa þessa vikuna en í dag átti að vera hjólaferð í tilefni samgönguvikunnar en henni hefur verið aflýst vegna veðurs.
Aðaláherslan í samgönguvikunni er hreint loft fyrir alla og var bæklingur sendur til bæjarbúa og þeir hvattir til að gera sporin sín vistvæn þessa viku. Jafnframt var vakin athygli á því hve auðvelt það er í Garðinum að ganga eða hjóla. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um gjaldfrjálsar strætóferðir og verkefni sem unnið er að til úrbóta í samgöngumálum innanbæjar.
Sunnudaginn 21.september verður fjöruferð við Garðskagavita kl.15-17. Þátttakendur eru hvattir til að hafa ílát fyrir fjörufjársjóð meðferðis. Fjöruferðin er í umsjón Særúnar Ástþórsdóttur og verða upplýsingar á vef Garðs á sunnudaginn ef fresta þarf ferðinni vegna veðurs.
Samgönguvikunni líkur með bíllausa deginum 22. september. Þá eru Garðbúar hvattir til að leggja bílum sínum og nota aðra samgöngumáta.
Upplýsingar um evrópsku umhverfisvikuna er að finna á www.mobilityweek.eu
Mynd-VF/IngaSæm