Samgöngustofa geri úttekt á aðstæðum í höfnum Reykjaneshafnar
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur óskað eftir úttekt Samgöngustofu á aðstæðum í höfnum Reykjaneshafnar með hliðsjón af þeim slysahættum sem þar leynast.
Þetta var gert í kjölfarið á sameiginlegu dreifibréf frá Samgöngustofu og Hafnarsambandi Íslands, dagsettu 6. desember 2017, þar sem hvatt er til þess að hafnir landsins leiti leiða til að minnka hættu á slysum á starfssvæðum sínum.
Frá höfninni í Keflavík.