Samgönguráðherra: Stóra málið er að tvöföldun verður boðin út í vor
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er ánægður með samstöðu þingmannahóps kjördæmisins og segir hana mikilvæga fyrir verkefnið. Samgönguráðherra segir að með því að bjóða út tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Fitjum og inn að fyrsta hluta tvöföldunarinnar sé mögulegt að átta sig á verði verksins og að þannig verði hægt að stilla upp framkvæmdatímanum.
Aðspurður um tímasetningar varðandi tvöföldunina segir ráðherra ekki skynsamlegt að stilla upp neinum tímasetningum í málinu. „Stóra málið er að þetta verður boðið út í vor. Það eru verk út um allt land sem bíða og margir sem þurfa á framkvæmdum að halda. Við reynum að gera þetta þannig að hagkvæmustu leiða sé leitað og með þvi að bjóða þennan áfanga Reykjanesbrautar út í einu lagi þá tel ég að við séum að fara þá leið sem virðist vera hagkvæmust,“ sagði samgönguráðherra í samtali við Víkurfréttir eftir Borgarafundinn.
Myndin: Samgönguráðherra á borgarafundinum í kvöld. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.