Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samgönguráðherra heimsótti Bláa Lónið
Mánudagur 6. september 2004 kl. 15:20

Samgönguráðherra heimsótti Bláa Lónið

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, heimsótti Bláa Lónið – heilsulind miðvikudaginn 1. september ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra og Helgu Haraldsdóttur, skrifstofustjóra ferðamála.

Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf. tók á móti ráðherra og fylgdarliði hans ásamt Eðvarði Júlíussyni, stjórnarformanni og Önnu G. Sverrisdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Samgönguráðherra kynnti sér starfsemi Bláa Lónsins  og skoðaði framkvæmdir við nýja húðlækningastöð sem nú eru vel á veg komnar. Grímur Sæmundsen sagði að heimsóknin hefði verið einkar ánægjuleg og það væri mikils virði að fá tækifæri til að kynna samgönguráðherra starfsemi fyrirtækisins og uppbyggingaráform.

Myndin: Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðarframkæmdastjóri Bláa Lónsins hf, Helga Haraldsóttir, skrifstofustjóri ferðamála í samgönguráðuneyt, Grímur Sæmundsen,  framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf, Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa Lónsins hf og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024