Samgönguráðherra ávarpar íbúafund um Reykjanesbraut
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, mun flytja ávarp á íbúafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar sem haldinn verður í Stapa fimmtudaginn 23. mars næstkomandi. Auk hans mun fulltrúi frá baráttuhópnum „Stopp hingað og ekki lengra!“ halda erindi. Á fundinum verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á Reykjanesbraut, ofan Reykjanesbæjar, sem miða að auknu umferðaröryggi.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, verður fundarstjóri.
Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á vef Reykjanesbæjar.