Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Samgöngumiðstöð í Hafnarfirði eða Reykjavík?
Föstudagur 16. september 2005 kl. 12:13

Samgöngumiðstöð í Hafnarfirði eða Reykjavík?

„Ef innanlandsflugið fer til Keflavíkur finnst mér það liggja vel við að samgöngumiðstöð væri staðsett við Ásvelli í Hafnarfirði", sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra á fundi á Ránni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sagði þetta góða hugmynd en Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra sagði að ákvörðun hefði verið tekin um stóra samgöngumiðstöð í nágrenni við Hótel Loftleiðir í Reykjavík.
„Suðurnesin eiga mesta möguleika í vexti og þróun í ferðaþjónustu, það er nokkuð ljóst. Þetta er forstofa Íslands, inn og út og það þarf að taka tillit til þess í uppbyggingunni, ekki síst með hryðjuverk í huga. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sagði að þessi hugmynd um samgöngumiðstöð á Hafnarfjarðarsvæðinu hafi komið til tals, verið rædd og hún hefði fallið í góðan jarðveg. Sturla Böðvarsson sagði að það hafi verið samkomulag ríkisvalds og Reykjavíkurborgar að staðsetja nýja samgöngumiðstöð í nágrenni Hótels Loftleiða og myndi leysa af hólmi Umferðamiðstöðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024